Maðurinn sem lést var íslenskur

Mynd úr safni af þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Mynd úr safni af þyrlu Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaðurinn sem féll í Tungufljót nálægt Geysi í gær var íslenskur. Hann var þar á ferð með tveimur öðrum karlmönnum.

Þeir höfðu áður verið staddir hjá Geysi, að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Spurður segir hann það eiga eftir að koma almennilega í ljós hvað mennirnir voru að gera á svæðinu.

„Þetta er allt í vinnslu og allt á frumstigi,” segir Sveinn, spurður út í rannsóknina á tildrögum slyssins.

Maðurinn sem lést var á fertugsaldri. 

„Straum­vatns­björg­un­ar­menn náðu mann­in­um upp úr ánni og voru strax hafn­ar end­ur­lífg­un­ar­tilraun­ir á hon­um, sem báru ekki ár­ang­ur,“ sagði í til­kynn­ing­u lögreglunnar í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert