Það dregur úr vindi og verður suðvestlæg átt, 5 til 10 metrar á sekúndu síðdegis.
Rigning verður eða súld með köflum, en styttir upp, fyrst vestan til. Lengst af verður þurrt norðan- og austanlands. Gengur í suðaustan 8-13 m/s með rigningu sunnan- og vestanlands í kvöld.
Hiti verður yfirleitt 5 til 13 stig, svalast norðvestan til.
Suðaustan 10-18 m/s og rigning verða á morgun, hvassast vestan til, en bjart að mestu á Norðurlandi. Talsverð úrkoma verður sunnanlands um tíma annað kvöld. Hiti verður á bilinu 7 til 13 stig.