16,7 stiga hiti fyrir norðan

Hitaspáin á landinu kl. 10 í dag.
Hitaspáin á landinu kl. 10 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Það er hlýtt víðast hvar á landinu í dag en á vef Veðurstofu Íslands má sjá að það mældist 16,7 stiga hiti á Siglufjarðarvegi í morgun. 

Veðurstofan spáir annars suðaustan og sunnan 10-18 m/s í dag, en 13-20 vestanlands um tíma seinnipartinn. Lengst af verður þurrt á Norður- og Austurlandi, annars rigning eða súld. Bætir í úrkomu í kvöld. Hiti verður 7 til 16 stig, hlýjast fyrir norðan.

Það verður suðvestlægari áttir í nótt. Minnkandi sunnanátt á morgun, 8-13 norðvestanlands um hádegi, annars hægari. Víða verður bjart, en stöku skúrir vestan til. Hiti verður 1 til 8 stig. Austlægari síðdegis og þykknar upp. Fer að rigna annað kvöld og bætir í vind við suðurströndina, að því er Veðurstofan greinir frá.

Þá ber að geta þess að það er gul viðvörun í gildi fyrir Breiðafjörð.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert