27 fjölmiðlar fá samtals rúman hálfan milljarð

Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum í ár. Samkvæmt ákvörðun nefndarinnar hljóta alls 27 fjölmiðlaveitur rekstrarstuðning árið 2024, en heildarupphæðin nemur um 550 milljónum kr. 

Þetta kemur fram á vef Fjölmiðlanefndar. 

Þremur umsóknum hafnað

Fram kemur, að alls hafi borist 30 umsóknir um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla og samtals hafi verið sótt um rekstrarstuðning að fjárhæð 936,8 milljónir kr.

Þremur umsóknum var synjað þar sem þær uppfylltu ekki öll skilyrði fyrir rekstrarstuðningi.

Eftirfarandi 27 fjölmiðlaveitur hljóta rekstrarstuðning árið 2024:

  1. Árvakur hf. - 123.898.018
  2. Birtíngur útgáfufélag ehf. - 8.207.371
  3. Bændasamtök Íslands - 22.238.582
  4. Eigin herra ehf. -6.400.834
  5. Elísa Guðrún ehf. - 6.127.106
  6. Eyjasýn ehf. - 3.166.157
  7. Fjölmiðlatorgið ehf. - 30.934.727
  8. Fótbolti ehf. - 8.710.122
  9. Fröken ehf. - 13.127.340
  10. Hönnunarhúsið ehf. - 1.578.691
  11. Iceland Review ehf. - 8.314.431
  12. Leturstofan Vestmannaeyjum ehf. - 4.796.184
  13. Mosfellingur ehf. - 2.237.401
  14. Myllusetur ehf. - 40.511.539
  15. Nýprent ehf. - 5.305.651
  16. Prentmet Oddi ehf. - 5.439.839
  17. Sameinaða útgáfufélagið ehf. - 66.979.195
  18. Samstöðin ehf. - 6.371.510
  19. Skessuhorn ehf. - 16.637.261
  20. Skrautás ehf. - 1.924.722
  21. Sólartún ehf. - 12.468.655
  22. Steinprent ehf. - 4.176.504
  23. Sýn hf. - 123.898.018
  24. Tunnan prentþjónusta ehf. - 1.875.985
  25. Útgáfufélag Austurlands ehf. - 6.005.702
  26. Útgáfufélagið ehf. - 6.254.723
  27. Víkurfréttir ehf. - 13.315.665

Úthlutunarnefnd skipa þau Anna Mjöll Karlsdóttir lögfræðingur, sem er einnig formaður nefndarinnar, samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands, Anna Birgitta Geirfinnsdóttir löggiltur endurskoðandi, samkvæmt tilnefningu Ríkisendurskoðunar og Jón Gunnar Ólafsson, lektor við Háskóla Íslands, samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins.

Fjölmiðlanefnd sá um umsýslu umsókna og veitti úthlutunarnefnd sérfræðiaðstoð vegna þeirra.

mbl.is er í eigu Árvakurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert