Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum í ár. Samkvæmt ákvörðun nefndarinnar hljóta alls 27 fjölmiðlaveitur rekstrarstuðning árið 2024, en heildarupphæðin nemur um 550 milljónum kr.
Þetta kemur fram á vef Fjölmiðlanefndar.
Fram kemur, að alls hafi borist 30 umsóknir um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla og samtals hafi verið sótt um rekstrarstuðning að fjárhæð 936,8 milljónir kr.
Þremur umsóknum var synjað þar sem þær uppfylltu ekki öll skilyrði fyrir rekstrarstuðningi.
Eftirfarandi 27 fjölmiðlaveitur hljóta rekstrarstuðning árið 2024:
Úthlutunarnefnd skipa þau Anna Mjöll Karlsdóttir lögfræðingur, sem er einnig formaður nefndarinnar, samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands, Anna Birgitta Geirfinnsdóttir löggiltur endurskoðandi, samkvæmt tilnefningu Ríkisendurskoðunar og Jón Gunnar Ólafsson, lektor við Háskóla Íslands, samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins.
Fjölmiðlanefnd sá um umsýslu umsókna og veitti úthlutunarnefnd sérfræðiaðstoð vegna þeirra.
mbl.is er í eigu Árvakurs.