#45. - Spursmál: „Ég bara þoli ekki Miðflokkinn“

Það varð uppi fótur og fit þegar Inga Sæ­land, stofn­andi og formaður Flokks fólks­ins, mæt­ti í settið og sat fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála und­ir stjórn Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar.

Þátt­ur­inn var sýnd­ur í streymi hér á mbl.is klukkan 14 í dag en upptöku af honum má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan, á Spotify og YouTube og er hún öllum aðgengileg.

Flokk­ur fólks­ins á hvín­andi sigl­ingu

Í síðustu skoðana­könn­un­um Pró­sents hef­ur fylgi Flokks fólks­ins verið í hæstu hæðum en sam­kvæmt nýj­ustu könn­un mæl­ist Flokk­ur fólks­ins ein­ung­is með þrem­ur pró­sentu­stig­um lægra fylgi en Sjálf­stæðis­flokk­ur og Miðflokk­ur og mæl­ist nú í 11,2%.

Má því segja að Flokk­ur fólks­ins sé á hvín­andi sigl­ingu þrátt fyr­ir að stefnu­mál flokks­ins séu enn frek­ar óljós. Það verður því at­hygl­is­vert að fylgj­ast með hvort breyt­ing­ar kunni að verða á fylg­inu þegar stefnu­skrá flokks­ins verður gerð op­in­ber.

Í þætt­in­um var þjarmað að Ingu og knúið á um svör við því hver helstu áherslu­mál flokks­ins verða í þeirri kosn­inga­bar­áttu sem nú stend­ur yfir og hvers verður að vænta af Flokki fólks­ins þegar að mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar kem­ur.

Sterk­ir fram­bjóðend­ur rýna í stöðuna

Ásamt Ingu mættu tveir sterk­ir fram­bjóðend­ur í þátt­inn til að fara yfir stöðuna í stjórn­mál­un­um sem rík­ir um þess­ar mund­ir. Það voru þeir Víðir Reyn­is­son, lög­reglu­v­arðstjóri og odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Suður­kjör­dæmi, og Pawel Bartoszek vara­borg­ar­full­trúi en hann sit­ur nú í öðru sæti á lista Viðreisn­ar í Reykja­vík norður.

Ekki missa af spenn­andi og upp­lýs­andi kosn­ingaum­ræðu í Spurs­mál­um á mbl.is klukk­an 14 alla þriðju­daga og föstu­daga fram að kosn­ing­um.

Víðir Reynisson, Inga Sæland og Pawel Bartoszek eru gestir Stefáns …
Víðir Reynisson, Inga Sæland og Pawel Bartoszek eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd/María Matthíasdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka