Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli í úrslit Skrekks

Þátttakendur frá Árbæjarskóla á sviðinu í kvöld.
Þátttakendur frá Árbæjarskóla á sviðinu í kvöld. Ljósmynd/Anton Bjarni

Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli komust áfram á úrslitakvöld Skrekks en annað undanúrslitakvöld keppninnar fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld.

Níu grunnskólar tóku þátt en það voru Álftamýrarskóli, Árbæjarskóli, Foldaskóli, Hlíðaskóli, Hólabrekkuskóli, Ingunnarskóli, Klébergsskóli, Vogaskóli og Laugalækjarskóli.

Árbæjarskóli fór áfram með atriðið Skapandi hugsun sem fjallar um gildi þess að treysta eigin vitsmunum frekar en gervigreind og Laugalækjarskóli með atriðið Kæra dagbók sem fjallar um mismunandi æviskeið og hringrás lífsins.

Þá tóku 238 ungmenni þátt í atriðum kvöldsins.

Í gær fór fram fyrsta undanúrslitakvöld keppninnar og fóru þá áfram Breiðholtsskóli og Hagaskóli.

Þátttakendur frá Laugalækjaskóla á sviðinu í kvöld.
Þátttakendur frá Laugalækjaskóla á sviðinu í kvöld. Ljósmynd/Anton Bjarni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert