Börnum mismunað: Kjaradeilan verði leyst án tafar

Bent er á að nemendur missi úr námi á meðan …
Bent er á að nemendur missi úr námi á meðan jafnaldrar þeirra sæki sína skóla. mbl.is/Hari

Umboðsmaður barna skor­ar á deiluaðila í kjaraviðræðum Kenn­ara­sam­bands Íslands við Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga ann­ars veg­ar og ríkið hins veg­ar að leggja allt kapp í að leysa deil­una án taf­ar.

Bent er á að verk­fallið bitni á nem­end­um í fjór­um leik­skól­um, þrem­ur grunn­skól­um, ein­um fram­halds­skola og ein­um tón­list­ar­skóla. Þess­ir nem­end­ur missi úr námi á meðan jafn­aldr­ar þeirra sæki sína skóla.

Umboðsmaður bein­ir þeirri áskor­un til deiluaðila að „þeir leggi allt kapp í að leysa þessa kjara­deilu án taf­ar“.

Salvör Nordal, umboðsmaður barna.
Sal­vör Nor­dal, umboðsmaður barna. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Þó verk­falls­rétt­ur­inn sé óum­deild­ur verður ekki litið fram hjá því að börn eru skóla­skyld og þau eiga stjórn­ar­skrár­var­inn rétt til mennt­un­ar og fræðslu. Að mati umboðsmanns barna er börn­um í þeim skól­um sem eru í verk­falli mis­munað hvað varðar rétt þeirra til mennt­un­ar. Mennta­kerfið er ein af grunnstoðum sam­fé­lags­ins og það gegn­ir mik­il­vægu hlut­verki hvað varðar al­hliða þroska barna,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu

„Get­ur haft óaft­ur­kræf­ar af­leiðing­ar“

„Það er veru­lega al­var­legt að af­leiðing­ar þessa verk­falls verða þær að viðkom­andi nem­end­ur verði af rétti sín­um til mennt­un­ar og standi þar af leiðandi jafn­öldr­um sín­um ekki jafn­fæt­is. Þá eyk­ur fjar­vera frá skóla m.a. lík­ur á því að börn þrói með sér skóla­forðun sem skaðar bæði náms­ár­ang­ur og fé­lags­lega stöðu þeirra. Umboðsmaður barna hef­ur sér­stak­ar áhyggj­ur af þeim börn­um sem þegar eru í viðkvæmri stöðu. Það get­ur haft óaft­ur­kræf­ar af­leiðing­ar fyr­ir börn að geta ekki sótt skóla og fyr­ir sum börn er skól­inn griðastaður sem veit­ir ör­yggi sem þau njóta ekki ann­arsstaðar,“ seg­ir þar einnig.

Fram kem­ur sömu­leiðis að leggja þurfi mat á áhrif­in sem verk­fallið hef­ur á nem­end­ur til að hægt verði að grípa til mót­vægisaðgerða til að tryggja rétt­indi þeirra.

„Þá vill umboðsmaður barna árétta mik­il­vægi þess, varðandi verk­fallsaðgerðir al­mennt, að farið sé eft­ir ákvæðum samn­ings Sam­einuðu þjóðanna um rétt­indi barns­ins.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert