Fjórir handteknir grunaðir um ólöglega dvöl

Ökumaður og farþegar voru handteknir og vistaðir í fangaklefa áður …
Ökumaður og farþegar voru handteknir og vistaðir í fangaklefa áður en þeir voru yfirheyrðir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af bifreið á ferð í hverfi 210. Fjórir erlendir menn voru í bifreiðinni sem var meira en skráningarskírteini bifreiðarinnar heimilaði. Við nánari skoðun voru mennirnir handteknir grunaðir um ólöglega dvöl á landinu.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu í dag.

Einnig grunaður um að hafa ekið undir áhrifum

Mennirnir höfðu troðið sér í bíl með því að liggja ofan á verkfærum og öðrum munum í farangursrýminu.

Þeir voru einnig grunaðir um brot gegn atvinnuréttindum útlendinga og ökumaðurinn grunaður um að hafa ekið undir áhrifum ávana- og fíkniefna sem og án ökuréttinda.

Ökumaður og farþegar voru handteknir og vistaðir í fangaklefa áður en þeir voru yfirheyrðir.

Ekið gegn rauðu ljósi og einn fluttur á slysadeild

Þá var talsvert um umferðarlagabrot hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tveir voru kærðir fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur.

Í dagbókinni eru fjórir árekstrar tilgreindir. Þá varð umferðarslys í hverfi 220 og einn var fluttur á slysadeild en annar kærður fyrir að hafa ekið gegn rauðu ljósi.

Að öðru leyti var einn kærður fyrir að aka á 80 km/klst þar sem hámarkshraði er 50 km/klst og einn var kærður fyrir að aka bifreið um 110 án tilskilinna réttinda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert