Gera ráð fyrir sölu Perlunnar á þessu ári

Perlan í Öskjuhlíð.
Perlan í Öskjuhlíð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Perlan í Öskjuhlíð er í söluferli og eru ágætar viðræður í gangi í kringum það, að sögn Einars Þorsteinssonar borgarstjóra. 

Borgin auglýsti Perluna til sölu í júní á þessu ári.

Í byrjun október var síðan greint frá því að eitt tilboð hefði borist og að Perla norðursins ehf. væri að semja við borgina um kaup á Perlunni og byggingarrétti þar í kring.

Söluverðið er um 3,5 milljarðar fyrir bygginguna og tvo tanka. Hinir tankarnir munu áfram geyma vatn til notkunar á höfuðborgarsvæðinu.

Margt annað spili inn í rekstrarafkomuna

„Við sjáum bara hvernig það fer,“ segir Einar.

Hann nefnir að tekjur af sölunni séu inni í fjárhagsáætlun þessa árs.

Útkomuspár gera ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins 2024 verði jákvæð um 531 milljón króna sem sé um 5,5 milljarða króna jákvæður viðsnúningur frá fyrra ári.

Einar segir að margt annað spili inn í afkomuna heldur en bara salan á Perlunni.

Einar Þorsteinsson borgarstjóri.
Einar Þorsteinsson borgarstjóri. mbl.is/Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert