Í nýju greiðslulíkani heilsugæslunnar kemur fram að einstaklingum yfir 75 ára aldri skuli úthlutað heimilislækni, málastjóra eða þjónustufulltrúa.
Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna, segir að hvergi komi fram hlutverk starfsheitisins málastjóra, menntun eða ábyrgð eða hverju hann eigi að skila til skjólstæðinga.
Hún bendir á að þarna sé komið nýtt hugtak sem enginn viti hvað þýðir.
„Það má vel vera að málastjóri sé gott og gilt í einhverjum tilfellum en það er algjörlega óskilgreint hvað það þýðir. Hvaða menntun og starfslýsingu hann hafi og að leggja það að jöfnu við að einstaklingur hafi fastan heimilislækni finnst okkur ekki ásættanlegt og við höfum óskað eftir að því verði breytt.“
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.