Jarðskjálftahrina við Vífilsfell

Skjálftarnir mældust í nágrenni við Vífilsfell.
Skjálftarnir mældust í nágrenni við Vífilsfell. mbl.is/Sigurður Bogi

Jarðskjálftahrina hófst við Vífilsfell suðvestur af Litlu kaffistofunni um tíuleytið í gærkvöldi og hélt hún áfram í alla nótt.

Að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, hafa skjálftarnir verið undir tveimur að stærð og eru þeir orðnir um 50 talsins. Líklegt er að skjálftarnir hafi verið fleiri sökum leiðinlegs veðurs, sem verður til þess að kerfi Veðurstofunnar nemur ekki minnstu skjálftana.

Elísabet segir hrinur verða á þessu svæði öðru hverju en það er hluti af Mið-Atlantshafshryggnum sem gengur í gegnum Reykjanesskagann.

Fyrir utan hrinuna við Vífilsfell var nóttin róleg og til að mynda var lítið um skjálftavirkni í Sundhnúkagígaröðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka