Mikill tími kennara fer í samskipti við foreldra

Við eigum að tryggja það að öll börn á Íslandi hafi sömu tækifæri. Þar er grunnskólakerfið algjört lykilatriði.

Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, í Dagmálum þar sem menntamálin voru til umræðu. Hún og Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttur, þingkona Viðreisnar og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, voru gestir þáttarins.

Mikill tími í samskipti við foreldra

Bryndís segir kennara hafa þurft að glíma við aukið álag í starfi á síðustu árum, og hefur hún mikla samúð með því. 

„Eitt er auðvitað að það séu margir sem tala ekki íslensku, og við þurfum auðvitað að veita kennurum og skólunum miklu betri tæki og tól til að hjálpa þessum nemendum betur. Þá kemur auðvitað að því sem að Þorbjörg sagði, og ég er algjörlega sammála, skólinn er jöfnunartækið okkar,“ segir Bryndís.

Hvetur foreldra til að hugsa sinn gang

Annað sem hefur aukið álag á kennara, að sögn Bryndísar, eru aukin samskipti þeirra við foreldra nemenda. 

„[Kennarar] eyða ofboðslega miklum af sínum tíma í að vera í samskiptum við foreldra.“

Þá segir Bryndís einnig foreldra og heimilin bera ábyrgð á menntun barna, og að við þurfum að þora að taka þá umræðu.

„Það þarf heilt þorp og við viljum að skólinn og fagfólkið okkar geti tekið utan um það. En við sem foreldrar berum einnig mikla ábyrgð. Þegar ég hef verið að ræða við kennara og heyra hvað það fer mikið af þeirra tíma í alls konar samskipti við foreldra, sem eru stundum mjög krefjandi og erfið samskipti, þá vil ég líka hvetja fólk til að hugsa sinn gang og velta fyrir sér einmitt virðingunni og mikilvægi þess að kennarinn þarf að geta haldið uppi aga.“

Hún segir foreldra þurfa að passa sig hvernig þeir tali um skólann og kennara heima við eldhúsborðið.

Mikill tími kennara fer í að ræða við foreldra nemenda.
Mikill tími kennara fer í að ræða við foreldra nemenda. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka