Seinkun á jólamandarínum í ár

Margir tengja mandarínurnar frá Robin við jólin hér heima. Nú …
Margir tengja mandarínurnar frá Robin við jólin hér heima. Nú er ljóst að einhver seinkun verður á afhendingu þeirra. Ljósmynd/Aðsend

Útlit er fyrir að seinkun verði á sendingu af mandarínum, sem margir landsmenn tengja helst við jólin, til landsins í ár. Ástæðan eru mikil flóð sem urðu á Spáni nú í lok október. 

„Robin er staddur í Valencia,“ segir Jóhanna Þorbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Banana ehf., í samtali við mbl.is en Bananar ehf. flytja inn mandarínurnar frá Robin á þessum tíma árs.

Hafa mandarínurnar verið gífurlega vinsælar á meðal Íslendinga, sérstaklega yfir jólin.

„Þetta er það sem við vitum. Það verður seinkun og hvernig uppskeran er hjá honum, það á eftir að koma í ljós,“ segir Jóhanna.

Vonast til að geta afhent eitthvað

Er þetta mikið högg? Margir Íslendingar tengja mandarínurnar við jólin og þá er Robin hvað vinsælastur.

„Þetta er mikið magn en þetta er auðvitað kannski líka tilfinningalegt gildi fyrir okkur Íslendinga því þetta er svona hluti af okkur á hátíðinni,“ segir Jóhanna og bætir við:

„Við vitum ekki hvað þetta verður mikið högg því við vitum ekki hvenær þetta fer í gang hjá þeim.“

Hún segir segir þó að Robin vonist til þess að geta afhent eitthvað magn, það sé bara spurning um hvenær.

Miklar skemmdir urðu á uppskerunni í flóðunum sem gengu yfir …
Miklar skemmdir urðu á uppskerunni í flóðunum sem gengu yfir á Spáni í síðustu viku. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka