Útlit fyrir að hallinn verði 17 milljörðum meiri

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið ger­ir ráð fyr­ir að heild­ar­tekj­ur rík­is­sjóðs verði um 20,7 millj­örðum króna minni á næsta ári en gert var ráð fyr­ir þegar fjár­laga­frum­varp árs­ins 2025 var lagt fram. Heild­ar­út­gjöld lækka hins veg­ar um 3,1 millj­arð frá áætl­un frum­varps­ins í end­ur­mati sem ráðuneytið hef­ur kynnt fyr­ir fjár­laga­nefnd Alþing­is.

Nú er því út­lit fyr­ir að hall­inn á rík­is­sjóði verði 58,6 millj­arðar á næsta ári en áætlað var að hall­inn yrði 41 millj­arður þegar frum­varpið var lagt fram.

End­ur­mat ráðuneyt­is­ins á af­komu rík­is­sjóðs á næsta ári bygg­ist m.a. á upp­færðri þjóðhags­spá. Vegna minnk­andi um­svifa í efna­hags­líf­inu er nú reiknað með að tekj­ur af virðis­auka­skatti verði 12,5 millj­örðum kr. minni en ráð var fyr­ir gert.

Njáll Trausti Friðberts­son formaður fjár­laga­nefnd­ar seg­ir um end­ur­mat ráðuneyt­is­ins sem kynnt var í fjár­laga­nefnd í gær, að ef litið sé á stóru mynd­ina í rík­is­fjár­mál­un­um sé ekki um mikl­ar breyt­ing­ar að ræða á af­komu­horf­un­um fyr­ir næsta ár og hvað varðar það aðhald og önn­ur mark­mið í rík­is­fjár­mál­un­um sem stefnt er að.

„Tekj­urn­ar minnka þar sem um­svif­in minnka í sam­fé­lag­inu og það er að hægj­ast á,“ seg­ir hann, „en við horf­um bara bjart­sýn fram á að ná þess­ari mjúku lend­ingu með lækk­andi vaxta­stigi og minnk­andi verðbólgu sem hef­ur verið stefnt að,“ seg­ir Njáll Trausti.

Á út­gjalda­hliðinni er m.a. gert ráð fyr­ir nýj­um og aukn­um verk­efn­um fyr­ir 8,6 millj­arða, sem lagt er til að komi til fram­kvæmda á ár­inu 2025. Er þeim mætt með sam­svar­andi lækk­un á al­menn­um vara­sjóði upp á sömu fjár­hæð.

Útlit er fyr­ir að skuld­ir rík­is­sjóðs verði 32,5% af vergri lands­fram­leiðslu í lok næsta árs en gert var ráð fyr­ir að hlut­fallið yrði 31,4% í fjár­laga­frum­varp­inu.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert