Héraðssaksóknari hefu ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana manns á skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti.
Manninum er gefið að sök að hafa slegið brotaþola fyrirvaralaust inni á skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur, að því er segir á vef RÚV.
Maðurinn er grunaður um að hafa banað Karolis Zelenkauskas, sem var 25 ára og frá Litháen. Átök sem leiddu til andlátsins áttu sér stað aðfaranótt laugardagsins 24. júní.
Manninum sem er sakaður er í málinu var sleppt úr gæsluvarðhaldi um mánaðamótin júní/júlí þar sem skilyrði laga um meðferð sakamála sem lúta að gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna, voru ekki talin vera til staðar.