Beint: Kosningafundur um skapandi greinar

Kosningafundur um skapandi greinar fer fram í Grósku í dag kl. 8.30-10.00.  

Sýnt verður beint frá fundinum hér fyrir neðan.

Að fundinum standa Rannsóknarsetur í skapandi greinum, Samtök Skapandi greina, Bókmenntamiðstöð, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Myndlistarmiðstöð, Kvikmyndamiðstöð, Sviðslistamiðstöð, Tónlistarmiðstöð í samstarfi við CCP, Brandenburg, Vísindagarða og Grósku.

„Hagrænar mælingar hafa undanfarin ár sýnt fram á öran vöxt og fjölgun starfa innan skapandi greina. Innan þeirra felast mikil og vannýtt tækifæri til nýrrar nálgunar og nýsköpunar í atvinnulífi og samfélagi, enda eru jákvæð áhrif menningar og skapandi greina á lífsgæði, mannlíf og samfélag óumdeild.

Við stöndum frammi fyrir atvinnuháttabyltingu í kjölfar alþjóðavæðingar og hraðra tækniframfara. Skapandi greinar eru í grunni þessara breytinga. Fjöldi þeirra sem starfa innan menningar og skapandi greina vex hraðar en í öðrum atvinnugreinum og Ísland á Evrópumet í þessum flokki starfasköpunar auk fjölda fyrirtækja og rekstraraðila í menningarstarfsemi af heildarfjölda fyrirtækja í hagkerfinu,“ segir í tilkynningu. 

Á fundinn mæta:

  • Ása Berglind Hjálmarsdóttir Samfylkingu
  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Sjálfstæðisflokki
  • Björn Leví Gunnarsson Pírötum
  • Eyjólfur Ármannsson Flokki fólksins
  • Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaflokki
  • Jakob Frímann Magnússon Miðflokki
  • Jón Gnarr Viðreisn
  • Lilja Alfreðsdóttir Framsóknarflokki 
  • Svandís Svavarsdóttir VG

Ágúst Ólafur Ágústsson, hagfræðingur og höfundur skýrslunnar um framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi, stýrir umræðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka