Enginn í leyfi frá borgarstjórn

Þótt starf borgarfulltrúa sé skilgreint full vinna, ætla frambjóðendur til …
Þótt starf borgarfulltrúa sé skilgreint full vinna, ætla frambjóðendur til Alþingis úr þeirra röðum að taka fullan þátt í baráttunni. mbl.is/Karítas

Fimm borgarfulltrúar í Reykjavík, sem eru í framboði til Alþingis og skipa eitt af efstu sætum framboðslista flokka sinna, ætla ekki að taka sér frí frá störfum í borgarstjórn meðan á kosningabaráttunni fyrir komandi alþingiskosningar stendur. Einn borgarfulltrúinn kveðst þó vera að hugsa sinn gang í því efni og muni línur skýrast fljótlega.

Dagur sinnir skyldum sínum

„Ég mun sinna skyldum mínum í borgarstjórn samhliða framboði til Alþingis. Nái ég kjöri til Alþingis mun ég hætta sem borgarfulltrúi og ekki þiggja biðlaun,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi og formaður borgarráðs, spurður hvort hann hyggist taka sér leyfi frá störfum sínum á vettvangi borgarstjórnar Reykjavíkur fram að kosningum.

Í sama streng tekur Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.

„Ég held mínu striki hér enda af nógu að taka,“ segir hún, en Kolbrún skipar 2. sætið á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir komandi alþingiskosningar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert