Fullt út úr dyrum á baráttufundi kennara

Mikill baráttuhugur var í kennurum á fundinum.
Mikill baráttuhugur var í kennurum á fundinum. mbl.is/Árni Sæberg

Fullt var út úr dyrum á baráttufundi kennara sem fór fram í Háskólabíói nú síðdegis, en honum lauk fyrir skemmstu.

Mikill baráttuhugur var í kennurum, sem standa nú í kjaradeildu við ríki og sveitarfélög.

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, flutti ávarp á fundinum og kennararnir Egill Helgason og Hulda María Magnúsdóttir.

Þá samþykktu kennarar ályktun á fundinum þar sem þess er krafist að stjórnvöld standi við gerða samninga og tryggi að laun kennara standist samanburð við sérfræðinga á almennum markaði.

Mjöll Matthíasdóttir, formaður félags grunnskólakennara, og Magnús Þór Jónsson, formaður …
Mjöll Matthíasdóttir, formaður félags grunnskólakennara, og Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ. mbl.is/Árni Sæberg

Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona stýrði fundinum og tónlistarmennirnir Valdimar og Örn Eldjárn fluttu tónlistaratriði.

Hluti félagsmanna í Kennarasambandi Íslands er nú í verkfalli, en verkföll hófust í níu skólum á þriðjudaginn í síðustu viku. Verkfallsaðgerðir hafa verið boðaðar í samtals þrettán skólum, en ekki hefur verið útlokað að fleiri bætist við, náist samningar ekki fljótlega.

Formanni KÍ var ákaft fagnað eftir ávarp sitt á fundinum.
Formanni KÍ var ákaft fagnað eftir ávarp sitt á fundinum. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert