Opna útboð vegna Fossvogsbrúar

Áætlað er að Fossvogsbrú verði tilbúin 2026.
Áætlað er að Fossvogsbrú verði tilbúin 2026. Tölvuteikning/Alda

Vegagerðin hefur opnað fyrir útboð á gerð landfyllinga og sjóvarna vegna nýbyggingar Fossvogsbrúar. Útboðið er fyrsta skrefið í framkvæmd vegna byggingar brúarinnar.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að opnað hafi verið fyrir umsóknir á evrópska efnahagssvæðinu (EES). Útboðsgögnin eru aðgengileg á útboðskerfinu TendSign og verður hægt að skila inn tilboðum til 10. desember. 

Verklok áætluð 2026

Fossvogsbrú tengir saman vesturhluta Kópavogs og Reykjavík. Hún er ætluð Borgarlínuvögnum, strætisvögnum, gangandi og hjólandi vegfarendum, auk forgangsaksturs viðbragðsaðila. Gert er ráð fyrir að 10.000 manns muni ferðast daglega um brúna. 

Áætlað er að vinna við landfyllingar hefjist næsta vor á Kársnesi og í framhaldi Reykjavíkurmegin. Verklok eru áætluð árið 2026.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert