Reiknað með snörpum hviðum

Vindaspáin kl. 10 í fyrramálið.
Vindaspáin kl. 10 í fyrramálið. Kort/Veðurstofa Íslands

Með hvassri og hlýrri sunnanátt í fyrramálið er reiknað með snörpum hviðum á norðanverðu Snæfellsnesi frá um klukkan sex til hádegis.

Eins verður byljóttur vindur norðanlands þegar kemur fram á daginn, sem og á Vestfjörðum og Ströndum, að því er segir í ábendingu veðurfræðings Vegagerðarinnar.

Það verða staðbundnar hviður, allt að 35-40 m/s, þar á meðal utarlega í Skagafirði og Eyjafirði.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert