Leikskólanum Sælukoti í Reykjavík hefur verið lokað eftir að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fann mýs á leikskólanum við reglubundna úttekt.
Þetta segir Gunnlaugur Sigurðsson, leikskólastjóri Sælukots, í samtali við mbl.is, en Rúv greindi fyrst frá.
Hann vonast til þess að leikskólinn opni aftur á föstudag.
Músagangurinn kom upp síðdegis í gær við eftirlit Heilbrigðiseftirlitsins. Í dag kom meindýraeyðir á leikskólann og nýttu starfsmenn daginn í að þrífa húsið og leikföng.