Appelsínugular og gular viðvaranir í dag

Spáð er sunnan hvassviðri eða stormi.
Spáð er sunnan hvassviðri eða stormi. Kort/Veðurstofa Íslands

Appelsínugular og gular viðvaranir taka gildi víða um land í dag. Spáð er sunnan hvassviðri eða stormi, en gengur í suðvestan storm eða rok fyrir norðan upp úr hádegi. Jafnvel verður staðbundið hvassara norðvestan til. Dregur talsvert úr vindi í kvöld og nótt, að því er kemur fram í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurspáin er á þann veg að í dag verða sunnan 15 til 23 metrar á sekúndu, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti verður á bilinu 7 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands.

Snýst í suðvestan 20-28 m/s með skúrum eða slydduéljum norðan til eftir hádegi, jafnvel 30 m/s um tíma norðvestan til, en 13-20 m/s og skúrir verða syðra. Dregur talsvert úr vindi í kvöld og kólnar í veðri, en lægir í nótt. Suðaustan 8-15 m/s og skúrir á morgun, hvassast syðst, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti verður á bilinu 1 til 10 stig, hlýjast syðra.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert