„Engar skútur á Pollinum“

Í hvassri suðvestan átt í september rak tvær seglskútur upp …
Í hvassri suðvestan átt í september rak tvær seglskútur upp í fjöruna við Pollagötu á Ísafirði. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

„Það er aðeins farið að hvessa en ég held að veðurhæðin eigi að ná hámarki seinni partinn í dag og eigi að vara fram að miðnætti.“

Þetta segir Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á lögreglunni á Vestfjörðum. Appelsínugul viðvörun tók gildi klukkan 13 á Vestfjörðum en þar er spáð suðvestan 20-30 m/s og hviður staðbundið yfir 40 m/s. Það má búast við éljagangi með takmörkuðu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.

Í september síðastliðnum varð mjög hvasst í suðvestan áttinni á Vestfjörðum og rak til að mynda tvær seglskútur upp í fjöruna við Pollagötuna á Ísafirði.

„Núna er sama áttin og ég held að menn séu á varðbergi. Það er til að mynda engar skútur á pollinum núna og það á ekki að gerast aftur það gerðist í september. Menn eru greinilega á tánum,“ segir Hlynur.

Hann segir að það sé marautt á Ísafirði sem stendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert