Höskuldur Daði Magnússon
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að ganga að tilboði Múlakaffis í veitingaþjónustu vegna starfsfólks við þingkosningarnar í lok mánaðarins. Tvö tilboð bárust í verðfyrirspurn borgarinnar, annars vegar frá Múlakaffi upp á 9.900 krónur fyrir hvern einstakling með virðisaukaskatti, og hins vegar upp á 10.290 krónur frá Kokkunum.
Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar segir í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins að annars vegar sé um að ræða mat fyrir 600 manns sem verða í undirkjörstjórnum og hverfiskjörstjórnum á þeim 25 kjörstöðum sem verða í Reykjavík suður og Reykjavík norður. Þá verða keyptar máltíðir fyrir um tvö hundruð manns sem vinna við talningu í Laugardalshöll.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.