Helgi færir sig yfir í ráðuneytið

Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur.
Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur.

Helgi Grímsson, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, mun tímabundið sinna umbótaverkefni tengdu menntun á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi fyrir mennta- og barnamálaráðuneytið. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu, en Helgi mun hefja störf hjá ráðuneytinu um áramótin. 

Í tilkynningunni segir að verkefninu sé ætlað að auka jöfnuð í menntun milli einstaka skóla, sveitarfélaga og landsvæða og skapa ný tækifæri og aukin gæði í menntun með hagnýtingu gagna og markvissu samstarfi ríkis, sveitarfélaga og samtaka kennara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert