Mengun mælist í vatni á Hallormsstað

Hallormsstaður.
Hallormsstaður.

Saurkóligerlamengun hefur mælst á Hallormsstað og þarf að sjóða neysluvatn á staðnum um einhvern tíma.

Þetta segir í færslu frá HEF veitum á Facebook.

Kemur þar fram að allt kapp verði lagt á að ná vatnsgæðum í lag en að einungis nýtt gegnumlýsingartæki komi til með að leysa vandann.

Þá verði samhliða uppsetningu þess farið í endurbætur á lögnum og vatnstanki sem kunna að valda einhverjum skammvinnum truflunum á afhendingu vatns.

Kemur fram að panta hafi þurft nýtt gegnumlýsingartæki að utan og að afhendingartíminn sé því miður langur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert