„Samstaða um að verið sé að ganga of langt“

Fundurinn var þétt setinn.
Fundurinn var þétt setinn. Ljósmynd/Aðsend

Um 300 manns komu sam­an á fundi til að ræða um áform um þétt­ingu byggðar í Grafar­vogi og fyr­ir­hugaða Sunda­braut. Íbúar eru ekki par sátt­ir við fyr­ir­hugaða upp­bygg­ingu.

„Það var full samstaða um að verið sé að ganga of langt í þess­um áætl­un­um,“ sagði Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, en hann hélt fund­inn ásamt Diljá Mist Ein­ars­dótt­ur, þing­manni og for­manni efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar.

Brynj­ar Ní­els­son var fund­ar­stjóri.

Mikl­ar breyt­ing­ar horfa við Grafar­vogs­bú­um á kom­andi miss­er­um en reisa á 15.000 manna byggð í Keldna­landi, þétta byggð í Grafar­vogi og upp­bygg­ing á Sunda­braut stend­ur einnig til.

Margir tóku til máls og lýstu óánægju sinni yfir stefnu …
Marg­ir tóku til máls og lýstu óánægju sinni yfir stefnu borg­ar­inn­ar. Sam­sett mynd

Lýstu mikl­um áhygj­um og óánægju

„Fólk er mjög óánægt með fyr­ir­ætl­un borg­ar­inn­ar þegar kem­ur að þétt­ing­unni þar sem er verið að fara í þessi grænu svæði sem fólk hef­ur gengið að sem úti­vist­ar­svæðum fram til þessa,“ seg­ir Guðlaug­ur.

„All­ir sem tóku til máls lýstu gríðarlega mikl­um áhyggj­um og óánægju með fram­göngu flokk­anna í meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar.“

Seg­ir Guðlaug­ur um margt fýsi­legra að byggja upp Sunda­göng frem­ur en Sunda­braut og kveðst hafa kynnt þá hug­mynd fyr­ir íbú­um við góðar und­ir­tekt­ir.

„Við þurf­um að fá þessa sam­göngu­bót en þetta má ekki verða til þess að kljúfa Grafar­vog­inn í tvennt með hraðbraut. Það er eitt­hvað sem myndi rýra lífs­gæði íbú­anna mjög mikið.“

Guðlaugur segir um margt fýsilegra að byggja upp Sundagöng fremur …
Guðlaug­ur seg­ir um margt fýsi­legra að byggja upp Sunda­göng frem­ur en Sunda­braut. Ljós­mynd/​Aðsend

Mál­efni Reyk­vík­inga líka kosn­inga­mál

Guðlaug­ur er sjálf­ur íbúi í Grafar­vogi og spurður hvort mál­efnið standi hon­um sér­stak­lega nærri vegna þessa seg­ir hann mál­efni Reykja­vík­ur al­mennt standa sér nærri. Mál­efni Reyk­vík­inga séu líka kosn­inga­mál.

„Auðvitað þekki ég hverfið mjög vel, en þó að ég sé ráðherra þá hef ég haft skoðanir og af­skipti ekki bara hér í Grafar­vogi held­ur líka í Skerjaf­irðinum, Elliðár­daln­um og Laug­ar­daln­um þar sem einnig er verið að ganga á græn svæði og ósnortn­ar strand­lengj­ur.“

Ann­ar íbúa­fund­ur fer fram á þriðju­dag­inn næst­kom­andi en þá er borg­ar­stjóra, borg­ar­full­trú­um og fram­bjóðend­um til Alþing­is í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður boðið á fund­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert