Vetrarblæðinga vart í Öxnadal

Öxnadalsheiði.
Öxnadalsheiði. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Vetrarblæðinga hefur orðið vart í Öxnadal, milli Jónasarlundar og Öxnadalsheiðar.

Vegfarendur eru beðnir að aka með gát, að því er segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Mjög hvasst á Snæfellsnesi

Mjög hvasst er á Snæfellsnesi, sérstaklega á Fróðárheiði og norðanverðu Snæfellsnesi. Þar eru vegfarendur einnig beðnir að sína aðgát.

Óvissustig á Vestfjörðum

Óvissustig er á Steingrímsfjarðarheiði, í Ísafjarðardjúpi, á Súðavíkurhlíð og á Gemlufallsheiði vegna suðvestan storms eftir hádegi og gæti því komið til lokana með stuttum fyrirvara. Vegfarendur eru beðnir að kynna sér aðstæður áður en lagt er af stað. Krapi er á Steingrímsfjarðarheiði.

Búast má við miklu hvassviðri síðdegis í dag á Norðurlandi, sérstaklega á Eyjafjarðarsvæðinu og á Öxnadalsheiði. Vegfarendur eru beðnir að kynna sér aðstæður áður en lagt er af stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert