„Áhugavert að sjá skjálfta þarna“

Bera fór skyndilega á skjálftunum í Ljósufjallakerfinu árið 2021. Þeir …
Bera fór skyndilega á skjálftunum í Ljósufjallakerfinu árið 2021. Þeir hafa að mestu verið bundnir við afmarkað svæði við Grjótárvatn og Hítarvatn. mbl.is/Árni Sæberg

Þrír jarðskjálftar í kringum 2 að stærð mældust í gærkvöldi og í morgun við Grjótárvatn norður af Borgarnesi.

Veðurstofan hefur verið að auka vöktun á svæðinu og setti hún upp nýja jarðskjálftastöð í Hítárdal í haust. Fyrir vikið hafa fleiri minni skjálftar mælst þarna.

Jarðskjálftar á bilinu einn til tveir að stærð hafa verið að mælast á svæðinu í haust. Það er hluti af Ljósufjalla-eldstöðvakerfinu sem er það austasta á Snæfellsnesi.

„Það er áhugavert að fá skjálfta þarna,“ segir Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, og bætir við að áfram verði fylgst með gangi mála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert