Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Fjarðabyggðar.
Ráðningin var staðfest á fundi bæjarráðs í síðasta mánuði. Tekur hann til starfa 1. febrúar.
Staðan var auglýst laus til umsóknar 9. september og lauk umsóknarfresti 13. október.
Fjórar umsóknir bárust á þeim tíma.
„Ingvar Georg hefur mikla starfsreynslu og hefur starfað við slökkviliðs- og sjúkraflutninga um árabil. Á þeim tíma hefur Ingvar starfað við þjálfunarmál og verið stjórnandi hjá Slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli og Brunavörnum Suðurnesja auk þess sem hann hefur reynslu af störfum fyrir Landssamband slökkviliðsmanna,“ segir í tilkynningu Fjarðabyggðar.