Skúli og stjórnendur WOW sýknaðir en 780 milljóna greiðslum rift

Skúli Mogensen, stofn­andi og for­stjóri WOW air og nú­ver­andi eig­andi …
Skúli Mogensen, stofn­andi og for­stjóri WOW air og nú­ver­andi eig­andi sjó­baðanna í Hvamms­vík, í dómsal í síðasta mánuði. mbl.is/Karítas

Skúli Mo­gensen, stofn­andi og fyrr­ver­andi for­stjóri WOW air, og stjórn­ar­menn í WOW air hafa verið sýknuð af kröf­um þrota­bús WOW til greiðslu skaðabóta sem sam­svara fjár­hæð rift­un­ar­krafna upp á hátt í tvo millj­arða króna.

Hins veg­ar var greiðslum frá WOW til ís­lenska rík­is­ins, nokk­urra er­lendra fyr­ir­tækja, flug­vall­ar­ins í Toronto og Tít­ans fjár­fest­inga­fé­lags, fé­lags í eigu Skúla, upp á sam­tals sem nem­ur um 780 millj­ón­um rift. Til viðbót­ar við það bæt­ast drátta­vext­ir yfir fimm ára tíma­bil.

Í tveim­ur rift­un­ar­mál­un­um var kröfu þrota­bús­ins vísað frá eða mál­inu vísað frá dómi. Átti það meðal ann­ars um rift­un­ar­mál gegn bresk­um skatta­yf­ir­völd­um.

Ell­efu mál og mörg þúsund blaðsíðna máls­gögn

Í stuttu máli er um að ræða ell­efu rift­un­ar- og skaðabóta­mál­ sem þrota­búið höfðaði gegn stjórn­end­um WOW air og trygg­inga­fé­lög­um. Málið var  um­fangs­mikið og flókið og máls­gögn þess þúsund­ir blaðsíðna.

Farið var fram á rift­un greiðslna  til kröfu­hafa, og að for­stjóri og/​​eða stjórn­end­ur yrðu dæmd­ir til greiðslu skaðabóta sem sam­svara fjár­hæð rift­un­ar­inn­ar, þ.e.a.s. hátt í tveir millj­arðar. Skipta­stjór­ar þrota­bús­ins töldu greiðslur hafa verið gerðar á vafa­söm­um tíma í sögu fé­lags­ins og að kröfu­höf­um hefði verið mis­munað.

Stjórn­ar­mönn­un­um sem var stefnt ásamt Skúla í mál­inu voru Liv Bergþórs­dótt­ir, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður og nú­ver­andi for­stjóri Bi­oef­fect, Helga Hlín Há­kon­ar­dótt­ir og Davíð Más­son. Voru þau öll í stjórn fé­lags­ins þegar WOW varð gjaldþrota. Þá var einnig trygg­inga­fé­lög­un­um Eurocontrol, DUAL Corporate Risks Lim­ited, Li­berty Mutual Ins­urance Europe Lim­ited, Ev­erest Syndica­te 2786 at Lloyd’s og Ev­erest Syndica­te, Har­dy Syndica­te 382 at Lloyd’s og QBE UK Lim­ited stefnt í mál­inu.

Helga Hlín Há­kon­ar­dótt­ir, eig­andi og lögmaður hjá Strategíu, Liv Bergþórs­dótt­ir, …
Helga Hlín Há­kon­ar­dótt­ir, eig­andi og lögmaður hjá Strategíu, Liv Bergþórs­dótt­ir, for­stjóri Bi­oef­fect, og Skúli Mo­gensen, eig­anda sjó­baðanna í Hvamms­vík. mbl.is/​Karítas

Horfa verður til aðstæðna og mik­il­væg­is fé­lags­ins

Í dóm­un­um er vísað til þess að bóta­ábyrgð verði aðeins felld á stjórn sé kom­ist að þeirri niður­stöðu að tjóni hafi verið valdið af ásetn­ingi eða stór­kost­legu gá­leysi.

Seg­ir í dóm­in­um að miðað við aðstæður og máls­at­vik í aðdrag­anda gjaldþrots­ins verði að veita stjórn­inni nokk­urt svig­rúm í til­raun­um sín­um til að bjarga rekstri fé­lags­ins. Þá verði ekki horft fram hjá því að rekst­ur fé­lags­ins hafi verið met­inn þjóðhags­lega mik­il­væg­ur sam­kvæmt gögn­um máls­ins.

Hæsta upp­hæðin frá rík­inu

Hæsta upp­hæðin sem rift var eru greiðslur til ís­lenska rík­is­ins, sam­tals upp á 273 millj­ón­ir auk vaxta. Er í þeim dómi vísað til þess að þegar WOW leitaði að hugs­an­leg­um samn­ing­um við fjár­festa (m.a. Indigo partners) rétt fyr­ir gjaldþrotið hafi for­senda fyr­ir slík­um samn­ing­um og þannig áfram­hald­andi rekstri WOW verið að fé­lagið væri áfram í rekstri.

Til að svo mætti verða var stjórn nauðsyn­legt að grípa til aðgerða í rekstr­in­um og liður í því var að for­gangsraða greiðslum með hlut­ræn­um hætti þannig að bráðnauðsyn­leg­ar greiðslur, með til­liti til áfram­hald­andi rekst­urs nytu for­gangs. Það leiddi til þess að greiðslur til ís­lenska rík­is­ins, og annarra fé­laga sem tek­ist er á í mál­un­um öll­um, voru fram­kvæmd­ar. Að öðrum kosti hefði rekst­ur fé­lags­ins stöðvast.

Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri þrotabús WOW air við komuna í …
Sveinn Andri Sveins­son, skipta­stjóri þrota­bús WOW air við kom­una í dómsal í síðasta mánuði. mbl.is/​Karítas

For­gangs­röðun greiðslna rétt­læt­an­leg

Því tel­ur dóm­ur­inn að ekki hafi verið sýnt fram á að sá tími sem stjórn hafði til að snúa rekstri fé­lags­ins við teld­ist hafa runnið sitt skeið á enda áður en greiðslurn­ar voru innt­ar af hendi og óskað var gjaldþrota­skipt­um, þannig að skaðabóta­ábyrgð varði.

Tel­ur dóm­ur­inn að vegna þessa, þó að aðrar greiðslur hafi á sama tíma verið í van­skil­um, verði ekki fall­ist á að í slíkri for­gangs­röðun greiðslna fel­ist sak­næm eða ólög­mæt hátt­semi af hálfu stjórn­enda.

Greiðsl­un­um engu að síður rift

Hins veg­ar er í dóm­in­um vísað til þess að ís­lenska ríkið og aðrir þeir sem greiðslur fengu á þess­um tíma hafi haft hag af hinum rift­an­legu ráðstöf­un­um í skiln­ingi laga og beri því að rifta greiðsl­un­um.

Fé­lög­in sem fengu greiðslur frá WOW og hef­ur nú verið rift með dómi héraðsdóms eru:

  • Jin Shan 20 Ire­land comp­any – 601.614 USD, eða sem nem­ur 128,5 millj­ón­um króna.
  • Íslenska ríkið – 272.653.082 krón­ur.
  • RRPF Eng­ine Leasing Ltd – 310.441 USD, eða sem nem­ur 44,3 millj­ón­um króna
  • Saint Lawrence Aviati­on Leasing Ltd – 384.424 USD, eða sem nem­ur 54,8 millj­ón­um.
  • Air Lea­se Corporati­on – 600.000 USD og 300.000 EUR, sam­tals sem nem­ur 131,8 millj­ón­um króna.
  • Grea­ter Toronto Airports Aut­ho­rity – 394.716 CAD, eða sem nem­ur um 40,6 millj­ón­um króna.
  • Eurocontrol – 1.458 EUR, eða sem nem­ur um 225 þúsund króna.
  • Tít­an fjár­fest­inga­fé­lag – 107.640.000 krón­um.

Til viðbót­ar við að greiðsl­un­um sé rift og fé­lög­in þurfa að greiða upp­haf­lega upp­hæð þurfa þau að greiða vexti yfir rúm­lega 5 ára tíma­bil.

Tít­an fjár­fest­inga­fé­lag er fé­lag í eigu Skúla.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert