Í dag er spáð suðvestan 13 til 23 metrum á sekúndu. Hvassast verður nyrst, en talsvert hægara syðra.
Það verða skúrir eða slydduél, en bjartviðri norðaustan til. Dregur úr vindi í nótt og kólnar í veðri.
Gengur í suðaustan 8-15 m/s í dag með dálitlum skúrum, en hægari og bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti verður á bilinu 1 til 10 stig, mildast syðst.