Starfslokin breyttust á augabragði

Tveir ofurheppnir Lottó spilarar voru með allar tölurnar réttar í …
Tveir ofurheppnir Lottó spilarar voru með allar tölurnar réttar í stærsta sexfalda potti sögurunnar um þarsíðustu helgi mbl.is/Karítas

Tveir ofurheppnir lottóspilarar voru með allar tölurnar réttar í stærsta sexfalda potti sögunnar um þarsíðustu helgi og hlutu hvor um sig 57 milljónir í sinn hlut.

Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að annar miðaeigandinn sé hjón sem standa á miklum tímamótum en auk þess að vera við starfslok hafa þau nýverið selt húsnæðið sitt til að komast í búsetu sem hentar þeirra þörfum.

Enn meiri tilhlökkun til efri áranna

„Vegna óvæntra útgjalda, á borð við uppgreiðslukostnað lána, var eftirtekjan allnokkru minni en þau höfðu gert ráð fyrir. Það voru því sterkar tilfinningar sem gerðu vart við sig þegar ljóst var að stóri vinningurinn hefði breytt þessari jöfnu til batnaðar um 57 milljónir og enn meiri tilhlökkun til efri áranna,“ segir í tilkynningunni.

Hinn heppni miðaeigandinn, sem býr á landsbyggðinni, tók fréttunum af öllu meiri ró og sagðist einfaldlega ætla að koma og sækja vinninginn næst þegar hann ætti eitthvað erindi í höfuðborgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert