Stórtíðindi í nýrri könnun: Bjarni í kröppum dansi

Bjarni Benediktsson situr fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar.

Þátturinn var sýndur í streymi hér á mbl.is klukkan 14 í dag en upptöku af þættinum má sjá í spilaranum hér að neðan, á Spotify og YouTube og er hún öllum aðgengileg.

Mikið gengið á

Bjarni tók við embætti for­sæt­is­ráðherra þegar Katrín Jak­obs­dótt­ir vék úr rík­is­stjórn í vor sem leið og skellti sér í bar­átt­una um embætti for­seta Íslands.

Síðan þá hef­ur mikið gengið á á stjórn­ar­heim­il­inu og lyktaði því gjörn­inga­veðri með því að Bjarni sleit stjórn­ar­sam­starf­inu og boðaði í kjöl­farið til kosn­inga sem haldn­ar verða 30. nóv­em­ber.

Fylgið upp og niður

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur flökkt tals­vert síðustu vik­ur en flokkn­um hef­ur reynst erfitt að halda í þann ár­ang­ur sem kom fram í könn­un­um í kjöl­far þess að stjórn­inni var slitið.

Í þættinum er ljósi varpað á það hvort Bjarna sé að tak­ast að snúa stöðunni sér í hag eður ei þegar Andrés Magnússon full­trúi rit­stjóra á Morg­un­blaðinu fór yfir nýjustu töl­ur úr skoðanakönnun Prósens og rýndi í þróun mála.

RÚV-arar í settinu

Þá mættu tveir frétta­menn RÚV í settið og ræddu helstu frétt­ir vik­unn­ar, bæði inn­lend­ar og er­lend­ar. Það voru þau Odd­ur Þórðar­son og Urður Örlygs­dótt­ir.

Um sneisa­full­an þátt­ er að ræða af áhuga­verðum frétt­um og lif­andi umræðu um mik­il­væg­ustu mál­efni Íslands.

Fylg­ist með Spursmálum á mbl.is klukk­an 14 tvisvar í viku fram að kosningum; á þriðjudögum og föstudögum.

Urður Örlygsdóttir, Bjarni Benediktsson og Oddur Þórðarson eru gestir Stefáns …
Urður Örlygsdóttir, Bjarni Benediktsson og Oddur Þórðarson eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í nýjasta þætti Spursmála. Samsett mynd/María Matthíasdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert