Tilnefndur til Grammy-verðlauna

Víkingur Heiðar að spila í Hörpu.
Víkingur Heiðar að spila í Hörpu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari hefur verið tilnefndur til Grammy-verðlauna í fyrsta sinn. 

Tilkynnt var um tilnefningar til verðlaunanna fyrr í dag, og var Víkingur Heiðar tilnefndur í flokki bestu einleikara í klassískri tónlist fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðunum eftir Johann Sebastian Bach.

Líkt og fyrr segir er þetta í fyrsta sinn sem Víkingur Heiðar fær tilnefningu til bandarísku Grammy-verðlaunanna, en þau eru talin ein virtustu verðlaun sem hægt er að vinna til í tónlistarheiminum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert