Fleiri símahleranir og skyldar aðgerðir

Lögreglan þarf margsinnis að leita til dómstóla til að fá …
Lögreglan þarf margsinnis að leita til dómstóla til að fá úrskurð um að fá hlera síma sakborninga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan greip alls 447 sinnum til símahlustunar eða skyldra úrræða við rannsókn mála að fengnum dómsúrskurði á seinasta ári.

Fjölgaði slíkum aðgerðum um 41% á milli ára. Í 241 aðgerð lögreglu var um rannsókn á fíkniefnabrotum að ræða.

Úrskurðirnir geta oft varðað fleiri en eina aðgerð við rannsókn á sama máli en alls var óskað heimildar dómstóla til 481 aðgerðar í 306 skipti í 92 málum í fyrra.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert