Reglugerð sem gera á Byggðastofnun mögulegt að úthluta sértækum byggðakvóta til útgerða í Grímsey var undirrituð í gær, en málið hefur að undanförnu verið til skoðunar í matvælaráðuneytinu.
Það var Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, sem setti reglugerðina.
„Við ákváðum að gera reglugerðarbreytingu sem myndi gera Byggðastofnun mögulegt að eiga áfram samstarf við Grímseyinga, gegn því að þar væri löndunarskylda og vinnsluskylda upp að einhverju marki,“ segir Bjarni í samtali við Morgunblaðið.
„Án þessarar reglugerðarbreytingar hefði Byggðastofnun ekki getað haldið samstarfinu áfram. Við vonumst til þess að þetta geti stutt við byggðina í Grímsey og nú er boltinn hjá Byggðastofnun og það þarf að sjá hvernig úr því spilast,“ segir Bjarni.
Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.