Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum

Verkefni lögreglu eru fjölbreytt.
Verkefni lögreglu eru fjölbreytt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag mann sem var grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum. Hann var látinn laus að lokinni skýrslustöku.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Þá kemur fram að almennt eftirlit lögreglu hafi skráningarmerki verið tekin af bifreið. Reyndust skráningarmerkin tilheyra annarri bifreið.

Einnig var lögreglu tilkynnt um innbrot í geymslu í heimahúsi.

Þá var ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, en hann reyndist einnig sviptur ökuréttindum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert