Síðasta sólarhringinn voru tveir dælubílar sendir í útköll á vegum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.
Annars vegar kom upp eldur í vörubíl en hús bifreiðarinnar var alelda þegar slökkvilið bar að garði. Vel gekk að slökkva eldinn, að því er fram kemur í færslu slökkviliðsins á Facebook.
Hitt útkallið var vegna þriggja ára barns sem hafði fest á sér fótinn í rimlum.
Báðum útköllum var sinnt af slökkvistöðinni í Mosfellsbæ.