Smakkarar fjölmenna í konfektið

Vinsælasti molinn er merktur með Íslandsstimpli.
Vinsælasti molinn er merktur með Íslandsstimpli. Ljósmynd/Valdís Thor

Hátt í 4.000 umsóknir bárust, á Facebook-síðu Nóa Síríus, um að smakka nammi á undan þjóðinni og aðstoða við val á nýjungum áður en þær fara á markað.

Anna Fríða Gísladóttir framkvæmdastjóri markaðssviðs segir að viðtökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum og þau munu velja 50-60 manns af báðum kynjum á öllum aldri til að taka þátt í smakkinu. Nói Síríus eigi stóran hlut í hjörtum landsmanna og fyrirtækið vilji leita til þeirra sömuleiðis.

„Smakkararnir koma í hús til okkar á háleynilegum tíma því við gefum ekkert upp, hvenær þetta fer fram. Þar eru molarnir smakkaðir sem eru í mótun hjá okkur og svo gefst fólki líka tækifæri til að koma með tillögur.“

„Í ár erum við með nýjan mola með kaffi- og marsípanbragði. Það eiga allir sína uppáhaldsmola, sumir vilja halda í hefðina og aðrir eru tilbúnir fyrir nýjungar. Vinsælasti molinn er merktur með Íslandsstimpli fylltur með saltkaramellu. Við sjáum það í öllum könnunum að hann er vinsælasti moli Íslendinga,“ segir Anna Fríða Gísladóttir í samtali við Morgunblaðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert