Þrjú liggja inni vegna E. coli-smits

Barnaspítali Hringsins.
Barnaspítali Hringsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eitt barn liggur á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar sem kom upp á leik­skól­an­um Mánag­arði fyr­ir rúm­um þremur vik­um.

Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum liggja tvö börn til viðbótar einnig á spítala vegna sýkingarinnar, en þó ekki á gjörgæslu. 

Á þriðjudag lágu tíu börn inni á Barnaspítala Hringsins vegna sýkingarinnar, þar af eitt á gjörgæslu og var það barn einnig í öndunarvél.

E. coli-smitið hef­ur verið rakið til blandaðs naut­gripa- og kinda­hakks sem börn­in fengu í mat­inn á leik­skól­an­um þann 17. októ­ber síðastliðinn. Var það niðurstaða rann­sókn­ar að meðhöndl­un og eld­un þess hefði ekki verið með full­nægj­andi hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert