„Þetta er aðför að lýðræðinu“

Sonur Jóns var tekinn upp í samræðum við mann sem …
Sonur Jóns var tekinn upp í samræðum við mann sem þóttist vera fjárfestir en var í raun starfsmaður á vegum ísraelsks fyrirtækis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísra­elska njósna­fyr­ir­tækið Black Cube var að sögn Jóns Gunn­ars­son­ar ráðið til þess að afla gagna um hann í tengsl­um við hval­veiðar og tók upp sam­ræður við son hans, sem viku­ritið Heim­ild­in gerði sér svo mat úr. Um er að ræða aðför að lýðræðinu að mati Jóns.

„Son­ur minn lend­ir þarna í yf­ir­heyrslu hjá þrautþjálfuðum leyniþjón­ustu­manni sem er sér­hæfður í yf­ir­heyrslu­tækni hjá einni öfl­ug­ustu leyniþjón­ustu í heimi,“ seg­ir Jón í sam­tali við mbl.is.

Fræg­asti kúnni Black Cube er lík­lega Har­vey Wein­stein en hann réði fyr­ir­tækið fyr­ir hundruð millj­óna króna árið 2017 í viðleitni sinni til að bæla niður ásak­an­ir fjöl­margra kvenna um að hann hefði áreitt þær kyn­ferðis­lega eða beitt þær of­beldi.

Ekki vitað hver réði fyr­ir­tækið til að rann­saka Jón

Heim­ild­in birti frétt í morg­un upp úr leyniupp­tök­um af sam­ræðum son­ar Jóns við mann sem sigldi und­ir fölsku flaggi og þótt­ist vera fjár­fest­ir. Heim­ild­in kvaðst ekki vita fyr­ir hvern maður­inn vann en var þó með upp­tök­urn­ar og skrifaði upp úr þeim frétt.

Rík­is­út­varpið kveðst hafa heim­ild­ir fyr­ir því að um sé að ræða Black Cube sem réðst í aðgerðina. Fyr­ir­tækið er stofnað af fyrr­um Mossad-liðum og er með höfuðstöðvar í Tel Avív, Lund­ún­um og Madríd.

Hver réð Black Cube til verks­ins er þó önn­ur spurn­ing. Jón veit það ekki en tel­ur að það hljóti að vera ein­hverj­ar ís­lensk­ar teng­ing­ar og nefn­ir þar að auki sviss­nesk nátt­úru­vernd­ar­sam­tök.

Seg­ir þetta vera aðför að lýðræðinu

Jóni er veru­lega brugðið að hér á Íslandi séu þrautþjálfaðir leyniþjón­ustu­menn sem son­ur hans verður fyr­ir barðinu á. „Þetta er aðför að lýðræðinu,“ seg­ir Jón.

„Mér er sagt að þetta séu fyr­ir­tæki sem fari ekki af stað nema það séu nokkr­ir eða marg­ir tugi millj­óna á borðinu. Mark­miðið með þessu er auðvitað að reyna hafa áhrif á menn og mál­efni í póli­tík til þess að geta haft áhrif á lýðræðis­leg­ar kosn­ing­ar í land­inu,“ seg­ir Jón.

Hann seg­ir að son­ur sinn muni funda með lög­manni á morg­un til að fara yfir stöðu sína.

„Hann er nátt­úru­lega al­gjör­lega miður sín eft­ir þetta,“ seg­ir Jón um son sinn.

„Þetta er auðvitað gríðarlega ógeðfellt“

Bjóstu ein­hvern tím­ann við því að lenda í ein­hverju svona?

„Nei, aldrei. Maður er brynjaður eft­ir 18 ár í póli­tík en að lenda í svona, þar sem börn­in manns eru höfð að skot­spóni af þrautþjálfuðum leyniþjón­ustu­mönn­um í yf­ir­heyrslu­tækni – að leita út í eitt­hvað fúa­fen – þetta er auðvitað gríðarlega ógeðfellt. Hverj­ir standa á bak við þetta? Vegna þess að þessi fyr­ir­tæki eru bara að sinna störf­um fyr­ir ein­hverja sem leigja þá. Hvort sem það eru ein­hver nátt­úru­vernd­ar­sam­tök í þessu til­felli eða ein­hverj­ir aðrir. Maður bara spyr sig, hvert erum við kom­in í ís­lensku sam­fé­lagi?

Mark­miðið með svona vinnu­brögðum er auðvitað að koma höggi á mál­efni og menn til þess að geta haft hér áhrif á lýðræðis­leg­ar kosn­ing­ar. Það er hægt að spegla þessi vinnu­brögð á marga fleiri mála­flokka. Það er líka áhyggju­efni þegar svona er í pott­inn búið að það skuli vera ís­lensk­ir fjöl­miðlar sem eru til­bún­ir að taka svona efni, sem er svona fengið, og eru til­bún­ir að birta það. Vera þátt­tak­end­ur í svona vinnu­brögðum,“ seg­ir hann.

Eins og peð í hönd­um þeirra

Hann seg­ir að hann sjálf­ur hafi alltaf getað verið viðbú­inn því að verða fyr­ir póli­tísk­um árás­um en aldrei að börn­in hans skyldu lenda í svona aðgerð.

Þetta hljóti að vera áhyggju­efni fyr­ir fólk sem er í póli­tík og þá sem vilji taka þátt í framtíðinni.

„Hann [son­ur Jóns] hef­ur verið eins og peð í hönd­un­um á þeim. Þetta er gríðarlega ógeðfellt, hvernig á manni að geta dottið svona í hug? Þetta er eins og svæsn­asti reifari,“ seg­ir Jón.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka