Vilja samgönguáætlun Vestfjarða í stjórnarsáttmála

Einhugur var um að samgögnusáttmáli Vestfjarða skildi tekinn út fyrir …
Einhugur var um að samgögnusáttmáli Vestfjarða skildi tekinn út fyrir sviga. Ljósmynd/Haukur Sigurðsson

Fundur Innviðafélags Vestfjarða með oddvitum frambjóðenda í Norðvesturkjördæmi var þéttsetinn í kvöld í Alþýðuhúsinu, eða Ísafjarðarbíói eins og það er einnig kallað.

Frá því greinir Davíð Stefánsson sem var viðstaddur á fundinum. Fundarstjórar voru Stefán Einar Stefánsson og Gísli Freyr Valdórsson.

„Það eru allir flokkar sammála því að þetta þurfi að …
„Það eru allir flokkar sammála því að þetta þurfi að fara á dagskrá.“ Ljósmynd/Haukur Sigurðsson

„Það eru allir flokkar sammála því að þetta þurfi að fara á dagskrá og eru að taka undir hugmyndir Innviðafélags Vestfjarða um að það sé búinn til samgöngusáttmáli fyrir Vestfirði.“

Hann segir oddvitana hafa verið spurða hvort þetta ætti að fara í stjórnmálasáttmála óháð því hvaða flokkar taki við og að niðurstaðan hafi verið einróma um að samgöngusáttmálinn ætti heima þar.

Fundur Innviðafélags Vestfjarða með oddvitum frambjóðenda í Norðvesturkjördæmi fór fram …
Fundur Innviðafélags Vestfjarða með oddvitum frambjóðenda í Norðvesturkjördæmi fór fram í Alþýðuhúsinu. Ljósmynd/Haukur Sigurðsson
Fundurinn var troðinn.
Fundurinn var troðinn. Ljósmynd/Haukur Sigurðsson
Oddvitarnir sátu fyrir svörum Vestfirðinga.
Oddvitarnir sátu fyrir svörum Vestfirðinga. Ljósmynd/Haukur Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert