„Allt að verða vitlaust“

Trampólín fauk við Akureyrarkirkju.
Trampólín fauk við Akureyrarkirkju. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Björg­un­ar­sveit­ir sinntu verk­efn­um á Ak­ur­eyri, Sigluf­irði og Greni­vík vegna fokveðurs í kvöld.

„Það var allt að verða vit­laust þarna á Norður­landi,“ seg­ir Jón Þór Víg­lunds­son, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­bjarg­ar. 

Þak að fjúka af bónda­bæ

Björg­un­ar­sveit hafi verið kölluð út á Greni­vík þar sem þak á bónda­bæ var að fjúka. Aug­lýs­inga­skilti á Gler­ár­torgi á Ak­ur­eyri og tals­vert af lausa­mun­um hafi fokið í fyrr í kvöld.

„Trampólín ein­hvers staðar uppi við Ak­ur­eyr­ar­kirkju, hjól­hýsi á Hömr­um og þak­plöt­ur bæði á Ak­ur­eyri og Sigluf­irði þannig það er þó nokkuð um foktjón.“

Svo virðist þó sem að farið sé að ró­ast niður og út­köll­um að fækka eft­ir því sem liðið hef­ur á kvöldið að sögn Jóns. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert