Beint: Niðurstöður æskulýðsrannsóknarinnar

Málþingið er haldið í aðalbyggingu Háskóla Íslands.
Málþingið er haldið í aðalbyggingu Háskóla Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Niður­stöður Íslensku æsku­lýðsrann­sókn­ar­inn­ar 2024 verða kynnt­ar á málþingi sem mennta­málaráðuneytið hef­ur boðað til í dag. Fylgj­ast má með beina streym­inu frá þing­inu hér fyr­ir neðan.

Í rann­sókn­inni er litið til þátta á borð við heilsu og vellíðan barna og ung­menna, hreyf­ingu, dep­urð, verki, viðhorf til náms, álag, traust til kenn­ara, trú á eig­in getu, lest­ur, tungu­málak­unn­áttu, heim­il­is­stöðu, ein­mana­leika, notk­un sam­fé­lags­miðla, einelti, sjálfsskaða, notk­un vímu­efna, kyn­ferðis­lega áreitni og kyn­mök.

Málþingið er haldið frá kl. 14 til 16.30 í hátíðarsal aðal­bygg­ing­ar Há­skóla Íslands.

Mál­efni barna og ung­menna

Íslenska æsku­lýðsrann­sókn­in er rann­sókn sem Há­skóli Íslands fram­kvæm­ir fyr­ir mennta- og barna­málaráðuneytið. Yf­ir­lýst mark­mið verk­efn­is­ins er að safna gögn­um um vel­ferð og viðhorf barna og ungs fólks og gera niður­stöður aðgengi­leg­ar til að styðja við stefnu­mót­un.

Á málþing­inu verður gefið heild­ar­yf­ir­lit yfir þá fjöl­mörgu þætti sem spurt er um í rann­sókn­inni en jafn­framt munu full­trú­ar sveit­ar­fé­laga og stofn­ana sem nýta gögn­in taka þátt í pall­borði. Rætt verður um þau mál­efni barna og ung­menna sem helst brenna á þeim sem starfa með þeim, koma að stefnu­mót­un í mál­efn­um þeirra eða stunda rann­sókn­ir á þessu sviði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka