Beint: Niðurstöður æskulýðsrannsóknarinnar

Málþingið er haldið í aðalbyggingu Háskóla Íslands.
Málþingið er haldið í aðalbyggingu Háskóla Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2024 verða kynntar á málþingi sem menntamálaráðuneytið hefur boðað til í dag. Fylgjast má með beina streyminu frá þinginu hér fyrir neðan.

Í rannsókninni er litið til þátta á borð við heilsu og vellíðan barna og ungmenna, hreyfingu, depurð, verki, viðhorf til náms, álag, traust til kennara, trú á eigin getu, lestur, tungumálakunnáttu, heimilisstöðu, einmanaleika, notkun samfélagsmiðla, einelti, sjálfsskaða, notkun vímuefna, kynferðislega áreitni og kynmök.

Málþingið er haldið frá kl. 14 til 16.30 í hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands.

Málefni barna og ungmenna

Íslenska æskulýðsrannsóknin er rannsókn sem Háskóli Íslands framkvæmir fyrir mennta- og barnamálaráðuneytið. Yfirlýst markmið verkefnisins er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungs fólks og gera niðurstöður aðgengilegar til að styðja við stefnumótun.

Á málþinginu verður gefið heildaryfirlit yfir þá fjölmörgu þætti sem spurt er um í rannsókninni en jafnframt munu fulltrúar sveitarfélaga og stofnana sem nýta gögnin taka þátt í pallborði. Rætt verður um þau málefni barna og ungmenna sem helst brenna á þeim sem starfa með þeim, koma að stefnumótun í málefnum þeirra eða stunda rannsóknir á þessu sviði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka