Eins og að lesa glæpasögu eftir Arnald

Helgi ræddi við mbl.is um málið.
Helgi ræddi við mbl.is um málið. Samsett mynd/Árni Sæberg/Óttar

Helgi Gunn­laugs­son, pró­fess­or í af­brota­fræði við Há­skóla Íslands, tel­ur ekki ólík­legt að hval­vernd­un­ar­sam­tök beri ábyrgð á verk­kaup­um af ísra­elska njósna­fyr­ir­tæk­inu Black Cube. Hann seg­ir til­gang­inn lík­leg­ast vera að hafa áhrif á ákv­arðana­töku ís­lenskra stjórn­valda.

Þetta seg­ir hann í sam­tali við mbl.is.

Ísra­elska njósna­fyr­ir­tækið Black Cube var að sögn Jóns Gunn­ars­son­ar ráðið til þess að afla gagna um hann í tengsl­um við hval­veiðar og tók upp sam­ræður við son hans, sem viku­ritið Heim­ild­in gerði sér svo mat úr.

Rík­is­út­varpið greindi frá í gær að sam­kvæmt sín­um heim­ild­um væri Black Cube á bak við aðgerðina.

Lík­lega hval­vernd­un­ar­sam­tök sem fjár­magna

Helgi seg­ir að það geti kostað tugi millj­óna króna að ráða svona njósna­fyr­ir­tæki og því hafi ef­laust er­lend­ir aðilar með mikla fjár­muni á milli hand­anna ráðið Black Cube.

„Það hljóta að vera ein­hver hval­vernd­un­ar­sam­tök á bak við þetta. Manni finnst það lík­legt þó að maður viti það ekki. Ég get ímyndað mér ein­hver alþjóðleg sam­tök, eins og hval­vernd­un­ar­sam­tök eða nátt­úru­vernd­ar­sam­tök. Þetta geta verið vel fjár­mögnuð sam­tök,“ seg­ir hann.

Helgi tel­ur ekki lík­legt að Íslend­ing­ar séu á bak við slík­ar aðgerðir og bend­ir á að ýmis nátt­úru­vernd­ar­sam­tök hafi úr mikl­um fjár­mun­um að ráða.

„Maður hef­ur í sjálfu sér ekk­ert í hönd­un­um um þetta, en þetta er langlík­leg­ast finnst mér,“ seg­ir Helgi.

Staldr­ar við blekk­ing­ar­leik­inn

Helgi kveðst staldra við þann mikla blekk­ing­ar­leik sem um ræðir í þessu til­felli. Er­lend­ur maður, sem kynnti sig sem sviss­nesk­an fjár­festi, hafði í sept­em­ber sam­band við son Jóns, sem er fast­eigna­sali. Kvaðst hann hafa áhuga á fjár­fest­ingu í ís­lensk­um fast­eign­um, kom til lands­ins og sótti son Jóns á bif­reið með einka­bíl­stjóra og skoðaði nokk­ur verk­efni um höfuðborg­ar­svæðið.

„Manni finnst ótrú­legt að hann hafi bara verið viðfangið. Mér finnst lík­legra að þeir hafi verið með þessa nótu víðar í sam­fé­lag­inu,“ seg­ir Helgi.

Hann bend­ir á að miðað við frétta­flutn­ing af mál­inu hafi und­ir­bún­ing­ur haf­ist áður en rík­is­stjórn­in sprakk.

Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur.
Helgi Gunn­laugs­son af­brota­fræðing­ur. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Ætl­un­ar­verkið að hafa áhrif á stjórn­mál

Hann tel­ur þó að mesti kraft­ur­inn hafi verið sett­ur í aðgerðina eft­ir að stjórn­in féll.

„Mér finnst lík­legt að mesti kraft­ur­inn hafi verið sett­ur í þetta þegar stjórn­in féll og Jón var sett­ur inn í mat­vælaráðuneytið. Þá hlýt­ur ein­hvern veg­inn kraft­ur­inn að koma fram. Vafa­lítið til þess að grafa und­an þess­ari ákvörðun með ein­hverj­um hætti, enda er búið að koma þess­ari upp­töku á fram­færi við fjöl­miðla og rúm­lega tvær vik­ur í kosn­ing­ar.

Að koma í veg fyr­ir þessa ákvörðun, það hlýt­ur að vera mark­miðið og ég býst við því að það muni tak­ast því að nú eru hend­ur manna miklu bundn­ari,“ seg­ir Helgi og bæt­ir við:

„Þá hef­ur þess­um aðilum tek­ist ætl­un­ar­verkið sitt, að hafa áhrif á stjórn­mál á Íslandi.“

Sér ekki að lög­regl­an taki upp málið

Í fljótu bragði sér hann ekki að lög­regl­an muni taka upp málið að fyrra bragði.

„Hérna erum við með er­lend­an aðila sem býður ein­hverj­um út að borða í viðskipta­tengdu er­indi og svo tala þeir frjáls­lega – hann kannski að gera sig meira gild­andi [son­ur Jóns] – og það er tekið upp og komið á fram­færi til fjöl­miðla.

Auðvitað er þetta eins og bíó­mynd eða glæpa­saga eft­ir Arn­ald [Indriðason]. All­ir þess­ir at­b­urðir. Auðvitað finnst mér þetta óþægi­legt því það er svo mik­ill blekk­ing­ar­leik­ur þarna, af­skipti af inn­an­rík­is­mál­um – það er al­veg klárt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka