Erlendum ríkisborgurum fjölgaði um rúm 8%

Erlendir ríkisborgarar eru nú tæp 20 prósent íbúa hér á …
Erlendir ríkisborgarar eru nú tæp 20 prósent íbúa hér á landi. mbl.is/Hari

Alls voru 80.443 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. nóvember síðastliðinn. Fjölgaði þeim um 6.020 einstaklinga frá árinu áður, eða um 8,1 prósent.

Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 1.128 einstaklinga eða um 0,3 prósent. Erlendir ríkisborgar eru nú tæplega 20 prósent íbúa hér á landi.

Ríkisborgurum frá Palestínu fjölgaði hlutfallslega mest hér á landi síðasta árið eða um 47 prósent, eða 253 einstaklinga. Úkraínskum ríkisborgurum fjölgaði um 844 eða um 21,4 prósent.

Pólskum ríkisborgurum fjölgaði um 956 og eru nú 26.568 pólskir ríkisborgarar með lögheimili á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert