Fjöldahjálparmiðstöðvar á Ísafirði og í Bolungarvík

Tvær aurskriður féllu á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og …
Tvær aurskriður féllu á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals og hefur veginum því verið lokað í kvöld og nótt. mbl.is/Sigurður Bogi

„Það var ekki talið skynsamlegt að opna veginn, það eru töluverðar leysingar,“ segir Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum.

Tvær aurskriður féllu á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals og hefur veginum því verið lokað í kvöld og nótt.

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir björgunarsveitir á svæðinu einnig sinna útköllum vegna veðursins. 

Hvorki er fært til og frá Hnífsdal né Bolungarvíkur frá Ísafirði og hefur Rauði krossinn komið upp fjöldahjálparstöðvum í grunnskólanum í Bolungarvík og grunnskólanum á Ísafirði.

Bara að bíða af sér veðrið

Þeir sem ekki hafa í hús að venda hjá vinum eða vandamönnum í kvöld og nótt geti því leitað þangað.

„Vegagerðin getur bara ekki opnað Eyrarhlíðina og það er bara ekki skynsamlegt í þessum aðstæðum.“

Segir Hlynur allar líkur á því að vegurinn opni á ný í fyrramálið enda mun betri spá.

„Það er bara að bíða af sér veðrið.“

Hlynur Hafberg Snorrason yfirlögregluþjónn á Ísafirði.
Hlynur Hafberg Snorrason yfirlögregluþjónn á Ísafirði. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert