Fjórir handteknir vegna ráns

Sex manns gista fangageymslur lögreglunnar nú í morgunsárið.
Sex manns gista fangageymslur lögreglunnar nú í morgunsárið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan var kölluð til vegna ráns á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld. Fjórir voru handteknir vegna málsins en nokkrum þeirra var sleppt og er málið til rannsóknar.

Þetta er meðal annars þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna hennar frá klukkan 17 í gærkvöld til 5 í morgun. Fjórir gista í fangageymslu lögreglunnar nú í morgunsárið.

Aðili var handtekinn þar sem hann neitaði að gefa upp nafn sitt þegar lögregla hafði eftirlit með ólöglegri starfsemi. Aðilinn var svo laus eftir viðræður þar sem hann gaf upp persónuupplýsingar.

Á lögreglustöð 4, sem sinnir Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ, var tilkynnt um umferðaróhapp þar sem ágreiningur var milli ökumanna um málsatvik. Lögregla fór á staðinn og verður skýrsla rituð um málið.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert