Búið er að fella niður ferðir Herjólfs í dag til og frá Landeyjahöfn vegna veðurs og þess í stað er siglt til og frá Þorlákshöfn. Ekki er víst að fleiri siglingar verði í dag.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Herjólfs.
Skipið sigldi klukkan 7 í morgun til Þorlákshafnar og átti að hefja brottför þaðan klukkan 10.45 til Vestmannaeyja. Útlit er fyrir versnandi veðurfar seinni partinn og því ekki gott útlit fyrir frekari siglingar.
Fyrir klukkan 17 í dag mun verða birt tilkynning um hvort farnar verði fleiri ferðir í dag.